Yfirlýsing um persónuvernd

Þessi vefsíða (hér eftir nefnd „Vefsíðan“) er rekin af Bayer AG (hér eftir „við“). Til að fá frekari upplýsingar um rekstraraðila Vefsíðunnar, vinsamlegast skoðið ritstjórnarupplýsingar okkar.

Meðferð persónuupplýsinga

Bayer kann að safna tæknilegum upplýsingum um einstaklinga með sjálfvirkum hætti er þeir heimsækja og nota vefsíður sem tilheyra Bayer. Þessi samantekt hefur það að markmiði að gera grein fyrir því hvernig við söfnum og vinnum með öðrum hætti persónuupplýsingar þegar þú heimsækir og notar Vefsíðu okkar. Nema annað sé tekið fram í eftirfarandi köflum, byggist heimild fyrir vinnslu persónuupplýsinga í nefndum tilgangi á því að slík vinnsla telst nauðsynleg vegna lögmætra hagsmuna Bayer sem felast í því að geta veitt einstaklingum góða notendaupplifun við heimsókn á vefsíðuna og til að veita einstaklingum aðgang að þeirri virkni Vefsíðunnar sem þeir óskar eftir hverju sinni (sbr. f-liður 1. mgr. 6. greinar almennu persónuverndarreglugerðarinnar).

Notkun Vefsíðu okkar

Aðgangur að vefsíðu okkar

Þegar þú heimsækir Vefsíðuna sendir vafrinn þinn ákveðin gögn til netþjóns í okkar eigu. Þetta er gert í tæknilegum tilgangi og telst nauðsynlegt til að þú fáir aðgang að þeim upplýsingum sem þú óskar eftir. Þannig að þú fáir aðgang að Vefsíðunni er eftirfarandi gögnum safnað, þau geymd í stuttan tíma og notuð í mismunandi tilgangi:

  • IP-númer
  • dagsetning og tími aðgangs
  • tímamunur frá staðartíma Greenwich (GMT)
  • efni sem óskað er eftir (sérstök síða)
  • staða aðgangs/HTTPstöðukóði
  • umfang gagnaflutnings
  • vefsíða sem óskar aðgangs
  • vafri, tungumálastillingar, útgáfa stýrikerfis vafrahugbúnaðar og yfirborðs

Þau gögn sem safnast eru vistuð og geymd í takmarkaðan tíma. Vistun gagnanna telst nauðsynleg vegna lögmætra hagsmuna okkar sem felast í mögulegum rekjanleika ef til óleyfislegs aðgangs kemur að netþjónum okkar eða tilraun til slíks aðgangs (sbr. f-liður 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar)

Stillingar vafrakakna

Hvað eru vafrakökur?

Þessi vefsíða notar svokallaðar „vafrakökur“. Vafrakökur eru litlar textaskrár sem vistast í vafra þínum, í tölvu eða öðrum snjalltækjum, er þú heimsækir vefsíðu okkar í fyrsta sinn. Vafrakökur hafa ólíkan gildistíma og tilgang en sumar þeirra eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsvæða. Ákveðnar vafrakökur virka einungis á meðan vafri er opinn og er eytt þegar honum er lokað. Slíkar vafrakökur gera vefsíðunni kleift að tengjast aðgerðum notanda á meðan hann er á vefsíðunni en þegar notandi fer af vefsvæðinu eyðist vafrakakan og vistast ekki til lengri tíma. Aðrar vafrakökur hafa lengri gildistíma og virka þannig að þær vistast í tölvum og öðrum snjalltækjum notenda til lengri tíma og muna eftir notandanum, þ.e. vali hans og aðgerðum á vefsvæðinu, þegar hann heimsækir vefsíðuna aftur. Slíkar vafrakökur geyma t.d. upplýsingar um tungumálastillingar þínar og aðrar síðustillingar sem vafrinn síðan endursendir til okkar þegar þú heimsækir vefsíðuna okkar aftur.

Hvaða vafrakökur notum við?

Við greinum á milli tveggja flokka af vafrakökum: (1) virknikökur, en án þeirra væri virkni Vefsíðunnar minni, og (2) valfrjálsar kökur sem eru m.a. notaðar vegna greiningar á vefsvæðum og í tengslum við markaðssetningu. Í eftirfarandi töflu eru ítarlegar lýsingar á þeim valfrjálsu vafrakökum sem við notum:

Vafrakökur sem krefjast samþykkis notanda

Valfrjálsar kökur eru einungis notaðar ef þú hefur gefið samþykki þitt fyrir notkun þeirra (sbr. a-liður 1. mgr. 6.gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Við fyrstu heimsókn þína á vefsíðu okkar birtist borði/sprett-gluggi á forsíðu vefsíðunnar þar sem þú ert upplýstur um notkun vefsíðunnar á vafrakökum og þér boðið að samþykkja stillingar valfrjálsra kakna. Ef þú gefur samþykki þitt fyrir slíkri notkun vistum við vafraköku á tölvunni þinni eða öðru snjalltæki og eftir það birtist borðinn ekki svo lengi sem kakan er virk. Eftir að gildistími vafrakökunnar er liðinn eða eftir að þú eyðir kökunni úr vafra á tölvunni þinni eða snjalltæki birtist borðinn aftur við næstu heimsókn þína á vefsíðu okkar og biður um samþykki þitt á ný.

Hvernig koma má í veg fyrir notkun vafrakakna

Auðvitað getur þú notað Vefsíðuna okkar án þess að vafrakökur séu notaðar. Þú getur hvenær sem er endurstillt eða breytt stillingum á notkun vafrakakna eða algerlega lokað á slíkar vafrakökur og þannig afvirkjað þær. Slíkt gæti þó haft áhrif á virkni vefsíðunnar, s.s. dregið úr virkni eða haft áhrif á hve notendavæn vefsíðan er. Þú getur hvenær sem er hafnað notkun valfrjálsra kakna með því að nota viðeigandi neitunarstillingu sem fram kemur í töflunni hér að ofan.

Vefsíðugreining

Á Vefsíðu okkar notum við Google Analytics, vefgreiningarþjónustu Google Inc., 1600 Amphitheatre Parkway, Mountain View, CA 94043, Bandaríkjunum (“Google”).

Að beiðni okkar greinir Google Analytics notkun þína á Vefsíðunni og í þeim tilgangi notum við vafrakökurnar sem lýst er nánar í töflunni hér að ofan. Upplýsingarnar sem Google safnar í tengslum við notkun þína á vefsíðu okkar (t.d. vefslóðin sem vísaði á hana, þær vefsíður okkar sem þú hefur heimsótt, tegund vafra, tungumálastillingar þínar, tegund stýrikerfis, skjáupplausn þín) verða sendar til netþjóns Google í Bandaríkjunum þar sem þær eru geymdar og greindar. Niðurstöður greiningarinnar verða okkur aðgengilegar á ópersónugreinanlegu formi, þ.e. þannig að ekki verði rakið, hvorki beint né óbeint, til ákveðins einstaklings. Gögn sem segja til um notkun þína á vefsíðu okkar eru ekki tengd við IP-tölu þína í tengslum við greiningu þessa. Á Vefsíðunni okkar höfum við virkjað aðgerð frá Google sem gerir IP töluna ópersónugreinanlega, þ.e. aðgerð sem eyðir síðustu 8 bitunum (gerð IPv4) eða síðustu 80 bitunum (gerð IPv6) í IP tölunni þinni. Auk þess viðhöfum við frekari verndarráðstafanir, svo sem með gerð sérstakra samninga við Google, sem eiga að tryggja viðunandi persónuvernd við vinnslu persónuupplýsinga hjá Google.

Þú getur afturkallað samþykki þitt til notkunar vefgreiningar hvenær sem er annað hvort með því að hlaða niður og setja upp vafraviðbót Google eða með því að haga stillingum þínum á þann hátt, sbr. í ofangreindri töflu. Ef til þess kemur að þú afturkallir samþykki þitt fyrir notkun vefgreiningar vistast afþökkunarkaka í vafranum þínum. Báðar leiðirnar koma aðeins í veg fyrir beitingu vefgreiningar í svo langan tíma sem þú notar tiltekinn vafra sem inniheldur vafraviðbót Google og í svo langan tíma sem afþökkunarkakan er virk, þ.e. svo lengi sem henni er ekki eytt.

Notkun samskiptaforms

Þú getur haft beint samband við okkur með því að fylla út samskiptaform sem er aðgengilegt á heimasíðu okkar.  Þar getur þú fyllt inn eftirfarandi upplýsingar: 

  • Fullt nafn, kyn og starfstitill
  • Samskiptaupplýsingar (tölvupóstfang og símanúmer)
  • Skilaboð sem þú vilt koma á framfæri


Við söfnum, meðhöndlum og notum þær upplýsingar sem þú skráir í samskiptaformið eingöngu í þeim tilgangi að leysa úr og afgreiða innsenda beiðni þína og/eða fyrirspurn. Meðhöndlun upplýsinganna er í samræmi við lög um persónuvernd og þeim er eytt um leið og beiðni þín hefur verið afgreidd og ekki telst nauðsynlegt að geyma þær lengur.

Upplýsingar um aukaverkanir og kvartanir

Vefsíða þessi er ekki ætluð eða hönnuð til samskipta er tengjast tilkynningu vegna aukaverkana, skort á lækningaáhrifum vöru, misnotkun á vöru, fölsun, ranglegrar notkunar, kvartana er tengjast gæðum vöru eða annarra atriða eða spurninga er varða öryggi eða gæði vöru Bayer. Viljir þú tilkynna aukaverkun er tengist vöru Bayer eða koma á framfæri kvörtun er varðar gæði vöru þá er þér bent á að hafa samband við heilbrigðisstarfsmann (t.d. lækni eða lyfjafræðing). Veljir þú samt sem áður að tilkynna til okkar er þér bent á að nota þar til gert svæði á heimasíðu okkar til að tilkynna aukaverkun og er okkur þá nauðsynlegt og lagalega skylt að óska eftir því að þú veitir okkur ákveðnar upplýsingar. Í framhaldi getur einnig verið nauðsynlegt fyrir okkur að hafa frekara samband við þig og óska eftir nánari upplýsingum. Til viðbótar gætum við einnig þurft að miðla upplýsingunum sem safnast vegna tilkynningarinnar áfram til viðkomandi heilbrigðisyfirvalda eða til dótturfyrirtækja og/eða samstarfsaðila Bayer að því leyti og því marki sem þessum aðilum er einnig skylt samkvæmt lögum að tilkynna atvikið til viðeigandi heilbrigðisyfirvalda. Slík miðlun er í samræmi við ströngustu kröfur laga um persónuvernd.

Nánari upplýsingar um vernd persónuupplýsinga í tengslum við tilkynningu aukaverkana og/eða kvartana má finna hér.

Flutningur gagna til vinnslu í okkar umboði

Við vinnslu persónuupplýsinga um þig sem safnast í nefndum tilgangi notum við í einhverjum mæli verktaka eða vinnsluaðila sem veita sérhæfða þjónustu sem kann m.a. að fela í sér vinnslu persónuupplýsinga. Slíkir verktakar eru valdir af kostgæfni og eru undir reglubundnu eftirliti okkar. Á grundvelli viðeigandi samnings um vinnslu persónuupplýsinga undirgengst vinnsluaðilinn þær skyldur að tryggja öryggi upplýsinganna við vinnslu þeirra og nota þær eingöngu í þeim tilgangi sem getið er um í samningi aðila. Slíkir aðilar vinna því eingöngu með persónuupplýsingar þegar við óskum eftir því og eingöngu í samræmi við fyrirmæli okkar.

Vinnsla gagna utan ESB / EES

Vinnsla persónuupplýsinga um þig mun að hluta til einnig fara fram í löndum utan Evrópusambandsins („ESB“) og Evrópska efnahagssvæðisins („EES“) sem gætu veitt persónuupplýsingum lakari vernd en Evrópulönd. Í slíkum tilfellum munum við tryggja að upplýsingarnar hljóti fullnægjandi vernd, t.d. með því að semja sérstaklega við samstarfsaðila okkar (hægt er að fá afrit af samningum samkvæmt beiðni), s.s. í samræmi við staðlaða samningsskilmála Evrópuráðsins eða óska sérstaklega eftir samþykki þínu fyrir slíkri vinnslu.

Upplýsingar um rétt þinn

Persónuverndarlög kveða á um og tryggja einstaklingum ákveðin réttindi varðandi meðhöndlun persónuupplýsinga. Á grundvelli laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga hefur þú eftirfarandi rétt:

  • Rétt til að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar við geymum;
  • Rétt til að óska eftir því að persónuupplýsingar þínar verði leiðréttar, þeim eytt eða vinnsla þeirra takmörkuð;
  • Rétt til að andmæla vinnslu sem við teljum að byggist á lögmætum hagsmunum okkar eða vinnslu sem við teljum nauðsynlega vegna verkefnis sem unnið er í þágu almannahagsmuna, þ.m.t. gerð persónusniðs, nema leitt verði í ljós að vinnslan feli í sér mikilvæga lögmæta hagsmuni sem ganga framar hagsmunum, réttindum og frelsi hins skráða einstaklings eða að slík vinnsla fari fram í því skyni að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur;
  • Rétt til að flytja eigin upplýsingar;
  • Rétt til að senda kvörtun til persónuverndaryfirvalda;
  • Rétt til að afturkalla veitt samþykki fyrir söfnun, vinnslu og notkun persónuupplýsinga um þig og gildir það þá eftirleiðis. Til að fá frekari upplýsingar vinsamlegast skoðið kaflana hér að ofan sem lýsa nánar vinnslu persónuupplýsinga sem byggir á samþykki þínu.

Ef þú vilt neyta réttar þins samkvæmt persónuverndarlögum er þér bent á að senda beiðni þess efnis til tengiliðs hér að neðan. (-> Samskipti).

Samskipti

Hafir þú spurningar varðandi persónuvernd eða vinnslu persónuupplýsinga, skaltu vinsamlegast fylla út viðeigandi eyðublað eða hafa samband við persónuverndarfulltrúann í fyrirtæki okkar á eftirfarandi heimilisfang:

Group Data Protection Officer
Bayer AG
51368 Leverkusen, Germany

 

Breyting á yfirlýsingu um friðhelgi einkalífs

Við endurskoðum og uppfærum yfirlýsingu okkar um friðhelgi einkalífs reglulega til að sjá til þess að hún endurspegli þá vinnslu persónuupplýsinga sem á sér stað á hverjum tíma og til að tryggja rétta upplýsingagjöf um meðferð persónuupplýsinga í starfsemi fyrirtækisins. Uppfærslur á yfirlýsingum okkar um friðhelgi einkalífs eru birtar á Vefsíðu okkar. Allar breytingar öðlast gildi við birtingu uppfærðrar yfirlýsingar á Vefsíðu okkar. Við mælum því með að þú heimsækir síðuna reglulega til að þú sért upplýst/ur um mögulegar uppfærslur.